Ef kostfagra klæðningu 
kofann þinn vantar,
í Fjölinni fræsingar
færð þú og pantar.
Heilmargt í húsið
við höfum að geyma;
Gerekti, gólfborð
og gull héðan streyma.
Eins ef þú óskar þér
efnis í palla,
kíktu í kaffi
og komdu að spjalla.
——————

Um áratuga skeið hefur Fjölin verið í farabroddi í timburvinnslu á Íslandi. Fyrir gömul hús höfum við boðið upp á sérvinnslu á gamaldags utanhúsklæðningum, gerektum, gólflistum, húlkíllistum, gólfborðum og skrautlistum af öllu tagi. Það má segja að við lúrum á bygginarsögu átjándu aldar fram á þá nítjándu í fræsitönnum.

En við erum ekki bara í gamla tímanum. Við bjóðum jafnframt upp á sérunnar klæðningar, pallaefni og panil úr nánast hvaða viðartegund sem er, með bandsagaðri eða heflaðri áferð.

Nú höfum við opnað í nýlegu og glæsilegu húsnæði að Háheiði 4 á Selfossi.

Ef það er eitthvað sem varðar timburvinnslu endilega hafið samband eða kíkið í kaffi.